Í liðinni viku fór hópur kennara á vegum Farskólans til Kaupmannahafnar að kynna sér skóla, nám og tungumálakennslu þar í borg. Verkefnið var styrkt af Erasmus+ Við skoðuðum skóla sem heitir Grø akademi í Hvalsø. Þar er aðaláherslan á listkennslu fyrir fatlað fólk ásamt því að reka frábæran veitingastað og sýningasal þar sem nemendum gefst kostur á að sýna afrakstur námsins og vinna í eldhúsi eða sal fyrir þá sem það vilja.
Við skoðuðum svo tvo skóla sem sérhæfa sig í dönskukennslu fyrir fullorðna sem hafa annað móðurmál. Fyrst fórum við í Studieskolen en þar sóttum við einnig námskeið. Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að sjá og læra margar ólíkar aðferðir við tungumálakennslu. Við sóttum svo UCplus skólann heim síðasta daginn og fengum þar frábæra kynningu á starfinu en skólinn er starfandi í öllum helstu borgum Danmerkur ásamt því að fá að fylgjast með dönskukennslu á mismunandi stigum.
Við komum heim með ný verkfæri í töskunni og full tilhlökkunnar fyrir önninni sem nú er að byrja.
Farskólinn þakkar kærlega fyrir sig
