Farskólinn býður upp á fjarkennslu í íslensku sem annað mál

Farskólinn mun bjóða upp á fjarkennslu í íslensku A2-1 level 3. 

Námskeiðið er framhald af íslensku A1-2 level 2 og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku sem nemur fyrsta og öðru stigi.

Kennsla hefst miðvikudaginn 12. mars og mun verða kennt á mánudögum og miðvikudögum næstu 10 vikurnar frá kl. 17.00-19.00.

Kennarar eru Ágúst Ingi Ágústsson og Gunnþórunn Elíasdóttir

Verkefnastjóri hvetur heimafólk til að láta alla vita sem mögulega hafa áhuga á að auka færni sína í íslensku