Farskólinn lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa hlotið styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra (SSNV) fyrir tvö mikilvæg verkefni.
Frá matarhandverki til markaðar: Verkefni sem miðar að því að styðja við framleiðendur í að koma vörum sínum í sölu og auka markaðshlutdeild þeirra með markvissri fræðslu og ráðgjöf.
Viðhald og miðlun matarhandverks á Norðurlandi vestra: Verkefni sem miðar að því að skrásetja og miðla þeirri dýrmætu þekkingu sem felst í hefðbundnu matarhandverki landshlutans, svo hún glatist ekki heldur nýtist komandi kynslóðum.
Þessir styrkir eru mikil viðurkenning á starfi Farskólans og mikilvægur stuðningur við þróun matarauðsins á Norðurlandi vestra.
Farskólinn þakkar SSNV kærlega fyrir traustið og hlakkar til að hefja vinnu við verkefnin.
