Nýr verkefnastjóri til Farskólans

Nýr verkefnastjóri til Farskólans

Eva Dögg Bergþórsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri til Farskólans og hefur störf í haust. Eva Dögg er með BA í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa  lokið námi til löggildingar fasteigna- og skipasala. 

Eva Dögg var valin úr hópi 20 afar hæfra umsækjenda og erum við í Farskólanum hrærð og þakklát yfir áhuga þessa frábæra hóps á því að vinna fyrir Farskólann. 

Við bjóðum Evu Dögg velkomna í hópinn og hlökkum til að starfa með henni.