Það er ávallt skemmtileg stund þegar við kynnum framboð okkar frábæru samstarfsfélaga í byrjun annar. Námskeiðin hafa aldrei verið fleiri og/eða fjölbreyttari.
Eins og ávallt þá bjóða stéttarfélögin félagsmönnum sínum á þessi námskeið þeim að kostnaðarlausu, nema hvað félagsmenn greiða hráefni á Matarhandverksnámskeiðum.
Það er enginn kvóti á fjölda námskeiða, þátttaka á þeim snertir ekki persónulegan rétt félagsmanna og vefnámskeiðin eru flest tekin upp þannig að ef fólk kemst ekki í rauntíma þá fær fólk sendan hlekk á upptöku og hefur nokkra daga til þess að horfa á hana.
Við hvetjum fólk til að skrá sig strax á allt það sem það hefur áhuga á og 2-5 dögum fyrir námskeiðsdag þá höfum við samband og þá segir fólk af eða á hvort það ætlar sér að mæta.
Við bíðum spennt eftir skráningum frá ykkur og að læra nýja hluti með ykkur á nýju ári
Sjá nánar hér: https://farskolinn.is/namskeid/stettarfelog/