Að kveikja á eigin krafti – Nærandi sambönd og samskipti – Vefnámskeið

Námskeiðið byggir á grunni lífsþjálfunar með það að markmiði að þátttakendur öðlist fleiri hagnýt verkfæri til að efla eigin sambönd og samskipti, hæfni sem byggist upp innan frá með meðvituðum hætti. 

  • Að auka meðvitund um eigin ábyrgð í samskiptum og samböndum 
  • Að rækta heilbrigð tengsl með skýrum mörkum, góðvild og mildi 
  • Að efla trú sína til að skapa nærandi og stuðningsrík sambönd 
  • Að efla ró og öryggi í samskiptum 

Leiðbeinandi: Huld Aðalbjarnardóttir, lífsþjálfi

Hvar og hvenær: 6. nóvember kl 17:00 -19:00

Lengd: 2.klst

Verð: 24.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi