Betri svefn og vaktavinna

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

 

Fræðsla um svefn og svefnráð 

Í þessum fyrirlestri er farið yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan, árangur og frammistöðu. Meðal annars er fjallað um eftirfarandi atriði: 

Hversu mikið þurfum við að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn? 

Uppbygging svefns, svefnstig og hlutverk þeirra.  

Hvað hefur áhrif á svefn og svefngæði? 

Hvernig virkar líkamsklukkan? Hvenær er hugræn færni eins og athygli og árvekni í hámarki og hvenær er vöðvastyrkur í hámarki? Hvernær er t.d. best að sinna hugrænt krefjandi verkefnum í vinnunni? 

Áhrif svefns og svefnleysis á andlega og líkamlega heilsu. 

Hvaða úrræði er til við svefnleysi og hvert leita ég? 

Vaktavinna og svefn 

Hagnýt ráð fyrir vaktavinnufólk 

Hvað getum við sjálf gert til að tryggja góðan nætursvefn? Góð svefnráð rædd. 

 

 

Leiðbeinandi: Erla Björnsdóttir

Fyrirkomulag: Fyrirlestur á netinu

Dag og tímasetning: 11. febrúar klukkan 14:30-15:30