Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Það þarf ekki að vera flókið að setja upp flott kynningarefni, skýrslur, boðskort eða auglýsingar. Canva er stórskemmtilegt og notendavænt forrit sem gerir hverjum sem er kleift að hanna útlit sem virkar – án þess að vera grafískur hönnuður.
Á þessu námskeiði lærum við á grunnvirkni forritsins og hvernig best er að nýta tilbúin sniðmát (templates) til að spara tíma. Við skoðum einnig hvernig nýjustu gervigreindartólin inni í Canva geta hjálpað okkur að lagfæra myndir og texta á augabragði.
Á námskeiðinu lærir þú:
- Grunnatriðin: Að rata um forritið og velja réttar stærðir fyrir prent og vef.
- Sniðmát: Hvernig þú notar tilbúin útlit fyrir samfélagsmiðla, kynningar og skjöl en gerir þau að þínum eigin.
- Myndvinnsla og vinnsla myndskeiða: Einföld trix til að laga myndir, fjarlægja bakgrunna og nota „element“ til skrauts.
- Gervigreind í Canva: Hvernig tölvan getur aðstoðað þig við að skrifa texta eða búa til myndefni.
Fyrir hverja? Alla sem vilja geta sett upp snyrtilegt og flott efni í vinnu eða einkalífi, hratt og örugglega.
Leiðbeinendur:
Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar Snorrason
Hvar og hvenær:
