Endurhönnun: ,,Gefðu gömlum textíl nýtt líf„

Á námskeiðinu lærum við t.d. að gera tösku og svo annað verkefni að eigin vali. 

Innblástur og markmið er hvernig við getum nýtt fatnað og textíl, breytt og bætt í nýjar flíkur, bætt okkar eigin fatastíl. 

Hver þátttakandi kemur með flíkur úr sínum eigin fataskáp eða fer í endurvinnslu,  hver og einn vinnur svo á sínum hraða með þær breytingar sem viðkomandi óskar. 

Þau sem eiga saumvélar eru hvött til að koma með þær, annars verða nokkrar saumavélar til staðar fyrir þá sem ekki eiga vél. 

Leiðbeinendur :

Karítas S. Björnsdóttir og Ásta Búadóttir

Hvar og hvenær:

Dagsetningar óákveðnar, fyrirspurnir sendist á farskolinn@farskolinn.is

Lengd: 9. klst.

Verð: 32.900 kr* 

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi