Fagnám í umönnun fatlaðra

Markmið þessarar námsleiðar er að efla fagþekkingu og hæfni þátttakenda til að mæta fjölbreyttum þörfum fatlaðs fólks með það að leiðarljósi að bæta lífsgæði þeirra og stuðla að virkri þátttöku í samfélaginu. Námið leggur sérstaka áherslu á að styrkja sjálfstæði, auka lífsgæði og tryggja að réttindi fatlaðs fólks séu virt í hvívetna með framúrskarandi þjónustu sem er sniðin að þörfum hvers og eins.

Námsleiðin hentar sérstaklega vel aðilum sem nú þegar starfa eða hyggjast hefja störf við þjónustu og umönnun fatlaðs fólks, hvort sem um ræðir á einkaheimilum eða innan stofnana. Einnig getur námið verið kjörinn kostur fyrir þá sem veita öldruðum og sjúkum þjónustu, eða sinna börnum og ungmennum sem glíma við áskoranir í daglegu lífi. Í nútímasamfélagi þar sem kröfur um gæði þjónustu fara stöðugt vaxandi er nauðsynlegt að starfsfólk búi yfir víðtækri þekkingu og geti brugðist við með fagmennsku. Námið styður við slíka starfsþróun og gerir þátttakendum kleift að veita framúrskarandi þjónustu sem einkennist af metnaði og framsýni.

Lengd: Námið er 324 klukkustundir í heildina en 164 stundir eru með leiðbeinanda og 160 stundir án leiðbeinanda (starfsreynsla/þjálfun).

Hvar og Hvenær: Námið hefst í janúar 2026 og líkur í maí

Fyrirkomulag:

Námið er blanda af fyrirlestrum, verkefnavinnu og staðlotu.
Kennt verður tvisvar í viku á Zoom 2-3 tíma í senn. Staðlota einus sinni í mánuði á Sauðárkróki. 

Engin próf eru í náminu, en lögð er áhersla á verkefnavinnu, hópavinnu og umræður
Hægt verður að hlusta á upptökur eftir á, en þá þarf að skila inn ígrundun um efni tímans.
Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Námsmat:

Verkefnaskil og virk þátttaka 
80% mætingarskylda

Verð: 81.700 – Við bendum á að langflest verkalýðsfélög styrkja námið.

Nánari upplýsingar um námið veita 

Þórhildur María Jónsdóttir og Eva Dögg Bergþórsdóttir í síma 455-6010 í tölvupósti eva@farskolinn.is / tota@farskolinn.is   

Skráning: Hægt er að skrá sig hér til hægri, en einnig er hægt að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is eða hringja í síma 4556010