Farið verður yfir leiðir til að hámarka sparnað, nýtingu hráefna, skipulag og almenna hagsýni í rekstri heimila.
Farið verður yfir leiðir til að skipuleggja máltíðir og mat fjórar vikur fram í tímann hvað varðar innkaup, máltíðir og leiðir til að undirbúa og kaupa inn fyrir þennan tíma á skipulagðan og hagkvæman hátt. Fyrir hverja viku verða skipulagðar 3 kvöldmáltíðir, 1 helgarmáltíð, 2-3 nestismöguleikar og 1 eftirréttur.
Kennari námskeiðsins er Hjördís Þráinsdóttir, sem heldur úti instagram aðganginum Salt í grautinn, „eldhúsverk upptekinnar konu sem leitast við að gera líf sitt einfaldara“. Hagsýn heimilisráð, innkaup, uppskriftir, undirbúningur máltíða og almennt fjör.“
Leiðbeinandi: Hjördís Þráinsdóttir
Vefnámskeið
Hvar og hvenær:
Verð: 19.900 kr
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi
