Heimabruggaður bjór

Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði í að brugga sinn eigin bjór heima. Það verður farið í gegnum þau mismunandi skref bruggunar og þann búnað sem þarf til heimabruggunar, sem er nokkuð einfaldur og þú bruggar þinn eigin bjór undir handleiðslu. 

Á námskeiðinu munum við brugga tvær mismunandi tegundir af bjór með búnaði til heimanotkunar. Í lok námskeiðs fá þátttakendur að taka með sér bjórinn heim ca. 9 – 12 flöskur.  

Námskeiðið stendur yfir í 2 daga, með 3 vikum á milli fyrri daginn verður bruggdagur og seinni dagurinn átöppunardagur.  

  Dagur 1: Bruggdagur (6 klst.). 

Stutt kynning á grundvallaratriðum bjórbruggunar, mismunandi skrefum í ferlinum og þeim búnaði sem þarf. 

Bruggun undirbúin og búnaður hreinsaður. 

Þátttakendum verður skipt í tvo hópa sem brugga sitt hvora tegundina af bjór . 

Bjórinn bruggaður.  

  Dagur 2: Átöppunardagur (3 klst.). 

Bjórinn settur á flöskur og merktur. Gengið frá öllum tækjum og áhöldum. 

Þátttakendur deila afrakstri námskeiðsins á milli sín og taka með sér heim tvær tegundir af heimabrugguðum bjór. 

Leiðbeinandi: Jens Jakob Sigurðarson, efnaverkfræðingur

Hvar og hvenær:

í Vörusmiðjunni á Skagaströnd 26.október kl. 10.00 -16.00 og 17.nóvember kl. 18.00 – 21.00

Verð: 29.900 kr*