Áhrif hormónabreytinga á heilsu kvenna eru mikil á miðjum aldri. Í þessum fyrirlestri fjöllum við um hvað skiptir mestu máli til að styrkja heilsu, orku og vellíðan á þessum tímamótum. Við skoðum hvernig heildrænn lífsstíll getur haft áhrif á hormónajafnvægi, svefn, orkustig og framtíðarheilsu – og gefum hagnýtar leiðir sem hægt er að innleiða strax í daglegu lífi.
Leiðbeinandi: Sonja Bergmann, Gyna Medica
Hvar og hvenær: 26. febrúar kl: 18:00-19:00
Verð: 19.900 kr
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi
