Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Vaktarvinna getur haft alvarleg áhrif á taugakerfi starfsfólks, þar sem truflun (dysregulation) á starfsemi taugakerfisins getur leitt til aukinnar streitu, svefnleysis og tilfinningalegra og hugrænna erfiðleika. Þessi áhrif geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Fyrirlesturinn útskýrir hvernig hægt er að bæta heilsu og vellíðan vaktavinnufólks með markvissum aðferðum sem snúa að því að jafna taugakerfið og draga úr neikvæðum áhrifum vaktarvinnu.
Leiðbeinendur: Hrefna Óskarsdóttir – sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði / Rúnar Helgi Andrason – yfirsálfræðingur á verkjasviði
Hvar og hvenær: 6.maí. 14:30-16:00