HSN – Áfengisfíkn – eldri skjólstæðingar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Félagsleg og heilsufarstengd vandamál aldraðra vegna neyslu áfengis og eða annarra lyfja geta verið margskonar.

Margir aldraðir búa á stofnunum innan heilbrigðiskerfisins. Afleiðingar áfengisneyslu geta komið fram sem heyrnarskerðing, minni vitsmunaleg virkni og félagsleg einangrun. Félagsleg einangrun er algeng afleiðing hjá þessum aldurshópi. Aðrar afleiðingarnar geta verið heilaskaði og skert starfsemi, alvarleg staða heima, einangrun, vannæring, óþrifnaður og eymd. Með aldrinum breytist hugræna getan. Neysla áfengis getur m.a. hraðað þessum breytingum. Til að hjálpa eldri einstaklingum að ná góðri heilsu og vellíðan þarf að horfa á heildarmyndina, fleiri þætti en eingöngu neysluna. Sem dæmi þarf að horfa á líkamlega virkni, heilsufar, andlega heilsu, hugræna getu og félagslega stöðu. Þeir sem hafa skerta hugræna færni geta átt í erfiðleikum með að nota áfengi og uppáskrifuð lyf á öruggan hátt. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfólk sé meðvitað um einkenni þess að eldri einstaklingur gæti verið í vanda.

Leiðbeinendur: Sandra Mjöll Vatnar Skjaldardóttir, áfengis og vímuefnaráðgjafi SÁÁ

Hvar og hvenær: 27. mars Kl: 14:00-16:00