Fíknisjúkdómar geta haft víðtæk áhrif á líf einstaklinga og samfélagið í heild. Neysla áfengis og annarra vímuefna getur leitt til fjölbreyttra félagslegra og heilsufarslegra vandamála. Mikilvægt er að horfa ekki eingöngu á neysluna sjálfa heldur á heildarmyndina þegar unnið er með einstaklinga sem glíma við fíkn. Því er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um fjölbreytt einkenni og afleiðingar vímuefnaneyslu, geti greint möguleg vandamál og veitt markvissan stuðning.
Markmið með námskeiðinu er að auka þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á félagslegum og heilsufarslegum afleiðingum fíknisjúkdóma, efla skilning á samspili ólíkra þátta og styðja við faglegt hlutverk þeirra í forvörnum, greiningu og meðferð.
Kennari: Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir, áfengis og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
Hvar og hvenær: 22. október Kl: 14:00-16:00 Vefnámskeið