Um er að ræða u.þ.b. 2,5 klst. námskeið fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa sem kemur að meðhöndlun matvæla, þar sem áhersla er lögð á hagnýt ráð og aukinn skilning á örverufræði og réttri meðhöndlun matvæla. Í heimi þar sem matarsjúkdómum fer fjölgandi þarf allt starfsfólk að leggjast á eitt um að gera hlutina rétt, einkum þegar matvæli eru meðhöndluð fyrir viðkvæma hópa (t.d. einstaklinga með veikt ónæmiskerfi, aldraða og börn).
Námskeiðið fer alfarið fram rafrænt í gegnum fræðslukerfið Avia.
Námskeiðinu er skipt upp í tíu hluta. Hver hluti inniheldur myndbandsfyrirlestur og stutt verkefni sem nemandi þarf að leysa til þess að komast áfram í næsta hluta námskeiðsins. Fyrirlestrarnir eru hver u.þ.b. 5-15 mín. að lengd.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að námskeiðinu í sex mánuði. Nemendur geta þannig farið í gegnum námskeiðið á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Hægt er að horfa, hlusta og taka námskeiðið hvar og hvenær sem er og eins oft og viðkomandi kýs.
Námskeiðið er aðgengilegt á íslensku en einnig á ensku (með enskum texta) og pólsku (texti á glærum á ensku en tal kennara og verkefni á pólsku).
Áhersla er lögð á að eftir námskeiðið eigi þátttakendur að vera betur meðvitaðir um helstu hættur við meðferð matvæla og hvernig eigi að fyrirbyggja þær.
Efni námskeiðs:
- Meðhöndlun matvæla. Hverjar eru hætturnar? Hvernig fyrirbyggjum við krossmengun?
- Bakteríur og sjúkdómsvaldandi örverur. Hegðun og útbreiðsla. Matarsýkingar/matareitranir.
- Matarsóun – öryggi. Hvernig endurnýtum við matvæli á öruggan hátt?
- Persónulegt hreinlæti. Handþvottur. Rétt notkun á hönskum.
- Þrif og hreinlæti. Erum við að þrífa rétt og á réttum stöðum?
- Innra eftirlit – skráningar, örugg hráefni, þjálfun.
- Verkefnavinna.
Kennarar: Dagbjört Inga Grétarsdóttir (íslenska), Gunnhildur Ósk Guðmundsdóttir (enska).
Hvar og hvenær: Vefnámskeið á kennsluver syni.is , þátttakendur hafa 6 mánuði til að ljúka námskeiði eftir að á því er byrjað.