HSN – Þjónandi leiðsögn – endurmenntun mentora

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafi mentoranámskeiði í ÞL og hafa hlutverk leiðbeinanda í þjónandi leiðsögn á vinnustöðum HSN. 

Markmið endurmenntunarnámskeiðsins er að :

  • gefa þátttakendum kost á upprifjun á ÞL hugmyndafræðinni og hlutverki mentora,
  • þátttakendur fari heim með áætlun um hvernig þau haldi áfram með innleiðingu á ÞL á sinni starfsstöð
  • þátttakendur hafi efni/innihald og sjálfstraust til að halda grunnnámskeið ÞL fyrir starfsfólk á sinni starfsstöð

Þjónandi leiðsögn byggir á grunnhugmyndum um gagnkvæm tengsl. Hugmyndafræðin er einstaklingsmiðuð nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og skjólstæðinga eru í forgrunni. Þungamiðjan snýr að því að tilgangur samskipta okkar er að með samveru verði til jákvæð upplifun sem mótast af kærleika, hlýrri nærveru og þeim gildum sem samfélagið byggir á.  
Aðferðafræðin byggir á fjórum grunnstoðum sem eru; 

  • öryggi  
  • að upplifa umhyggju og kærleika 
  • að veita umhyggju og kærleika 
  • þátttaka

Fyrirkomulag: Endurmenntunarnámskeiðið er 6 tímar

Leiðbeinendur: Kristinn Már Torfason og Brynja Vignisdóttir

Hvar og hvenær: 30. apríl frá kl. 9-16 í SÍMEY Þórsstíg 4 Akureyri, gert verður hádegishlé og boðið upp á hádegisverð.