ÍSLE2BM05 – Ritgerðarskrif, goðafræði og málsaga

bókmenntir, málsaga, ritun, tjáning

Einingafjöldi: 5 
Þrep: 2 

Fjarkennt í rauntíma

Í þessum áfanga er fjallað um ritgerðarskrif, goðafræði og málsögu. Ritgerðarskrif: Nemendur þjálfast í öflun og úrvinnslu heimilda um sérhæfð efni og nýta sér upplýsingatækni við verkefnavinnu. Goðafræði: Nemendur fræðast um goðafræði og hugmyndaheim norrænna manna til forna. Málsaga: Nemendur kynnast uppruna, sögu og þróun íslenskunnar. Nemendur lesa einnig bókmenntaverk sem tengist viðfangsefnum áfangans og vinna með það á fjölbreyttan hátt.

Þekkingarviðmið 

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu íslensku frá upphafi til nútímans, einkennum hennar og tengslum við önnur tungumál
  • mikilvægi þess að ástunda vönduð vinnubrögð við úrvinnslu og meðferð heimilda
  • hugmyndaheimi norrænna manna til forna, norrænum goðum og helstu sögum af þeim

Leikniviðmið 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vitna í heimildir, vísa til þeirra og skrá á viðeigandi hátt
  • nota fræðilegt efni við gerð heimildaritgerða og verkefna
  • nota bókmenntafræðileg hugtök við greiningu og túlkun
  • tjá skoðanir sínar á námsefninu með skipulögðum hætti

Hæfniviðmið 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina og túlka bókmenntatexta og færa rök fyrir skoðunum sínum munnlega og skriflega
  • leggja mat á heimildir og vinna úr þeim með skipulögðum hætti
  • skrifa vandaðan texta á góðu og blæbrigðaríku máli
  • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra

Nánari upplýsingar á námskrá.is

Lengd: 40 klst.

Hvar og Hvenær: Námskeiðið hefst 5. janúar. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17:30-20:00

Verð: 19.700 kr. 

Leiðbeinandi: Sara Níelsdóttir

Bókalisti:
 
1) Tungutak – Málsaga: Ásdís Arnalds, Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir
 
2) Snorra-Edda – Rafræn útgáfa – snorraedda.is   – Gylfi Hafsteinsson og Þröstur Geir Árnason
 
3)  Að telja upp í milljón.  Anna Hafþórsdóttir   (Má vera rafbók eða hljóðbók)

Skráning: Hægt er að skrá sig hér til hægri, en einnig er hægt að senda tölvupóst á farskolinn@farskolinn.is eða hringja í síma 4556010