Kleinugerð er aldagömul aðferð við að steikja í feiti, og er því miður að týnast með nýjum kynslóðum. Nemendur læra að móta, snúa og steikja kleinur að þjóðlegum sið og gera soðbrauð.
Leiðbeinandi: Ásta Búadóttir, kennari og matreiðslumeistari
Hvar og hvenær:
2. mars Hvammstangi 17:00-20:00
3. mars Blönduós/Skagaströnd 17:00-20:00
10. mars Sauðárkrókur 17:00-20:00
Verð: 23.900 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi