Lærðu snjallar en lærðu sjálf/ur

(Fyrir nemendur á öllum skólastigum) 

Verður þú snjallari eða háðari tækninni? Gervigreind er öflugasta námstól samtímans, en hún getur verið tvíeggjað sverð. Á þessu námskeiði lærum við að nota gervigreind sem persónulegan einkakennara sem hjálpar þér að skilja flókið efni betur, en ekki sem tólið sem vinnur verkefnin fyrir þig. Við leggjum áherslu á hvernig þú getur nýtt tæknina til að dýpka þekkingu þína og bæta vinnubögð án þess að fórna eigin námsgetu eða frumleika. 

  

Á námskeiðinu lærir þú: 

  • Persónulegur einkakennari:  láta gervigreindina útskýra flóknar kenningar á mannamáli eða búa til æfingapróf úr námsefninu.  
  • Rannsóknarvinna og skipulag: Hvernig á að nota tæknina til að dýpka heimildaleit og halda utan um stór verkefni.  
  • Gagnrýnin hugsun og ritun: Að nota gervigreind sem „sparring-félaga“ til að endurbæta eigin rökfærslu og málfar, en halda samt þinni eigin röddu.  
  • Siðferði og heilindi: Hvar dregur þú línuna? Við ræðum um akademískan heiðarleika og hvernig þú nýtir tæknina án þess að brjóta reglur skólans. 

Fyrir hverja? Alla nemendur sem vilja nýta nútímatækni til að ná betri árangri, spara tíma og efla eigin hæfni á vinnumarkaði framtíðarinnar. 

Leiðbeinendur:

Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar Snorrason

Hvar og hvenær: 

Verð: 19.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi