Matarborgin Prag

Hver hefur ekki gaman að því að prófa nýja rétti ?

Matreiðslumeistarinn Þórhildur M. Jónsdóttir fór og kynnti sér matarmenningu þessarar stórfenglegu borgar á haustdögum.
Tékkneskur matur er heiðarlegur og góður, þar sem hráefnið er sótt í náttúruna.

Á námskeiðinu verða gerðir þjóðlegir réttir eins og Kulajda sveppasúpa, gulas með brauð dumplings og plómu eftirréttur.

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Hvar og hvenær: 

7.apríl 17:00-21:00 Hvammstangi
8.apríl 17:00-21:00 Blönduósi/Skagaströnd
9.apríl 17:00-21:00 Sauðárkrókur

Verð: 22.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi