Ólseigir krakkar

Viltu styðja barnið þitt til að takast á við áskoranir af öryggi og seiglu? 

Í þessu hagnýta fjarnámskeiði fyrir foreldra fjöllum við um hvernig hægt er að efla sjálfstraust og þrautseigju barna sem hvorutveggja eru lykilþættir góðrar andlegrar líðunar, námsárangurs og lífsánægju til framtíðar. 

Á námskeiðinu lærir þú meðal annars: 

  • Hvað þrautseigja og sjálfstraust eru og hvernig þau þróast 
  • Hvernig foreldrar geta hjálpað börnum að takast á við mistök og mótlæti 
  • Aðferðir til að hvetja til seiglu, forvitni og sjálfstæðis í daglegu lífi 
  • Hvers vegna hrós getur bæði hjálpað og skaðað – og hvernig á að nota það rétt 
  • Hagnýtar leiðir til að rækta heilbrigðan sjálfsaga og innri hvatningu 

Fyrir hverja? 
Fyrir alla foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri sem vilja styrkja barnið sitt til framtíðar. 

Hvernig fer námskeiðið fram? 
Um er að ræða lifandi fjarkennslu með umræðum og hagnýtum dæmum. Þátttakendur fá einnig glærur og glósur með gagnlegum verkfærum til að nota heima. 

Leiðbeinandi: Ársæll Már Arnarsson 

Vefnámskeið

Hvar og hvenær: 16. apríl klukkan 17:00-19:00

Verð: 19.900 kr

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi