Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Þátttakendur taka með eigin saumavélar og læra á þær. Þetta er einstaklingsmiðað námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi saumaskap; hvernig á að taka upp snið og breyta þeim. Farið er yfir nálar, tvinna og annað sem er gott að vita. Hægt er að koma með föt að heiman sem þörf er á að breyta eða laga. Þátttakendur sníða eina flík og sauma.
Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar, skriffæri, reglustiku, fatakrít, málband, skæri, títuprjóna og efni sem þeir ætla að nota.
Leiðbeinandi: Kristín Þöll Þórsdóttir
Staðarnámskeið
Hvar og hvenær:
Sauðárkrókur 7.-8. febrúar
Hvammstangi 14.-.15 mars
Blönduós 14-15. Febrúar
Skagaströnd 14-15. Febrúar
Klukkan 09:00-15:00 á öllum stöðum
Verð: 45.000 kr
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi
