Skagafjörður – Húsgagnaviðgerðir

Lærðu að hressa upp á heimilið. 

Farið verður yfir muninn á lökkuðum fleti og olíubornum. Hvað þurfi að hafa í huga þegar farið er í að hressa uppá innanhúsmuni, s.s. bæs/litun, pússningu og svo yfirborðsmeðhöndlun.Verður boðið uppá sýnikennslu og svo fá nemendur að spreyta sig auk þess sem þátttakendur geta haft með sér eigin hluti og fengið ráðleggingar við bestu leiðir til lagfæringa. 

Leiðbeinandi :

Karítas S. Björnsdóttir, húsgagnasmiður

Hvar og hvenær:

Sauðárkrókur 25-26.janúar 9-12 hvorn dag

Blönduós 6.apríl 9:00-15:00

Hvammstangi 5.apríl 9:00-15:00

Lengd: 6.klst.