Þinn eigin jólakrans

Verklegt námskeið um kransa og kransagerð þar sem þátttakendur læra að vefja sinn eiginn jólakrans.

Á námskeiðinu verður fræðsla um blómakransa í gegnum tíðina.  Kennd verða undirstöðuatriði og tækni við að vefja krans í fallegt handverk. Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að binda sinn eigin krans og verða fær um að gera sína eigin kransa.

Hráefni í krans er innifalið í námskeiðinu og þátttakendur fara heim með sinn krans í lok námskeiðs.

Leiðbeinandi: Hrafnhildur Skaptadóttir, eigandi blómabúðar Sauðárkróks

Hvar og hvenær: 

6.des 17:00 – 19:00 Hvammstanga

7.des 12:00 – 14:00 Blönduós

7.des 16:00 – 18:00 Skagaströnd

8.des 19:30 – 21:30 Sauðárkrókur

Verð: 27.500 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi