Nýjar upplýsingar vegna Covid
Hertar aðgerðir tóku gildi frá og með 5. október 2020 og gilda um land allt. Ráðgert að þær muni gilda næstu tvær vikurnar, til og með 19. október 2020. Líkt og aðrar sóttvarnarráðstafanir eru þær þó háðar stöðugu endurmati. Helstu breytingar frá fyrri ráðstöfunum eru að hámarksfjöldi í rými fer úr 100 einstaklingum í 30 manns í skólum.
Nemendur í staðnámi framhalds- og háskóla þurfa nú að vera í að hámarki 30 manna hópum í kennslustofum en mega nota sömu innganga og sameiginleg rými þar sem ekki er höfð löng dvöl. Blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa, en þurfa að gæta að sóttvörnum. Almennt er mælst til grímunotkunar í framhalds- og háskólum en grímuskylda er þar sem ekki er hægt að virða reglur um hámarksfjölda og nálægðarreglu um minnst 1 metra fjarlægð, s.s. í sameiginlegum rýmum og við innganga.
Tekið af vef stjórnarráðsins.
Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri.