Nám og þjálfu í almennum bóklegum greinum fer af stað í september.
Smátt og smátt er starfið í Farskólanum að færast í eðlilegt horf. Í samkomubanninu hafði Farskólinn, ásamt góðum nágrönnum okkar hjá SÍMEY, frumkvæði að og skipulagði samtals 10 námskeið sem öll voru haldin á vefnum. Sum voru haldin oftar en einu sinni. Góður rómur hefur verið gerður að þessu framtaki.
Tæknin er orðin betri en hún var og við í Farskólanum höfum lært á hana. Það er því viðbúið að í framtíðinni verði námskeiðin okkar ýmist eingöngu á vefnum eða blanda af stað- og vefnámi.
Hér á heimasíðunni má sjá að námskeið haustsins eru smátt og smátt að birtast á vefnum. Verkefnastjórar eru á fullu að skipuleggja hin ýmsu verkefni; hvort sem það eru námskeið, ráðgjöf eða raunfærnimat.
Hvað framhaldsfræðsluna varðar þá fer námskeiðið ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum” af stað í september. Sem fyrr er FNV góður samstarfsaðili í því verkefni. Námskeiðið verður auglýst sérstaklega núna í júnímánuði.