Nýjar upplýsingar vegna Covid
Uppfærðar leiðbeiningar fyrir framhalds- og háskóla: Grímuskylda í staðnámi
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út uppfærðar leiðbeiningar til framhalds- og háskóla, í ljósi nýrra tilmæla sóttvarnarlæknis um grímunotkun í staðnámi í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Í leiðbeiningunum kemur fram að skylt sé fyrir nemendur, kennara og annað starfsfólk framhalds- og háskóla að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi. Ráðuneytið hefur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið tryggt framhaldsskólum aðgang að 20-25.000 grímum sem Landspítalinn annast útsendingu á í fyrramálið. Með þessu er verið að tryggja að staðnám sé að sem mestu leyti óbreytt.
Mat um grímunotkun í skólum utan höfuðborgarsvæðisins verður háð aðstæðum í hverju tilfelli fyrir sig, út frá aðstöðu hvers skóla og útbreiðslu smits í nærsamfélaginu. Sjá nánar hér:
Í Farskólanum er farið eftir þeim reglum sem gefnar hafa verið út. Miðað við útbreiðlsu í nærsamfélaginu þykir ekki ástæða til að skylda grímunotkun fyrst um sinn, en það getur breyst fljótt.
Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri.