Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra óskar eftir að ráða metnaðarfullan verkefnastjóra til starfa. Í starfinu felast fjölmörg tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum um allt Norðurland vestra.
Verkefni Farskólans eru um allt Norðurland vestra. Námskeið eru haldin á helstu þéttbýlisstöðum og eins á netinu.
Helstu verkefni Farskólans eru: Greining á fræðsluþörfum; skipulag og utanumhald námskeiða fyrir fullorðið fólk. Upplýsingagjöf um nám og samskipti við þáttakendur. Ráðgjöf og kennsla. Þjónusta við háskólanemendur. Umsjón með íslenskunámskeiðum fyrir fólk af erlendu bergi brotið og fleira. Verkefnastjórar þurfa að vera nokkuð á ferðinni um starfssvæði skólans til að kynna nám fyrir markhópi skólans.
Farskólinn hvetur þá sem hafa áhuga á starfinu og uppfylla skilyrði umsóknar um að sækja um.