Haustönn 2023 hafin. Haustönni hófst með ánægjulegum hvelli þegar starfsfólk leikskóla á Norðurlandi vestra hittist í Miðgarði í Varmahlíð til að hlusta á fyrirlestra tengda starfinu. Verkefnastjóri Farskólans: Halldór B. Gunnlaugsson hafði veg og vanda að skipulagningu dagsins fyrir hönd Farskólans.
Íslenska sem annað mál: Fyrsta námskeiðið í íslensku er farið af stað á Sauðárkróki. Það er sérsniðið fyrir Pólverja. Leiðbeinandi er Anna Katarzyna Szafraniec. Íslenska 2 er í startholunum á Sauðárkróki. Á Blönduósi er að hefjast námskeið fyrir blandaðan hóp og mun Jóhanna Guðrún Jónasdóttir kenna þeim hópi. Námskeið í íslensku sem öðru máli hjá HSN – Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki hefst fljótlega. Kennt verður á vinnustað starfsfólksins. Skráningar standa enn yfir á námskeið í íslensku sem öðru máli. Hægt er að skrá sig hér inni á heimsíðu Farskólans undir námskeið. Verkefnastjóri íslenskunámsins er Jóhann Ingólfsson.
Námsvísir Farskólans fyrir haustönn 2023 kemur út eftir nokkra daga og verður borinn í öll hús á Norðurlandi vestra. Í námsvísinum gætir ýmissa grasa.
Vottaðar námsleiðir. Farskólinn auglýsir í námsvísinum þrjár vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Þær eru: Grunnmennt, Uppleið, Kvikmynda- og ljósmyndasmiðja og Líf og heilsa. Hægt er að kynna sér námskrárnar nánar á heimasíðunni og eins á vefnum www.frae.is. Skráningar fara fram í síma 455 6010.
Önnur námskeið: Skráningar á önnur námskeið eru hafnar inni á heimasíðu Farskólans. Sjá nánar hér inni á heimasíðunni.
Við í Farskólanum hlökkum til haustins og ætlum að leggja okkur fram um að taka vel á móti ykkur.