Þrjú íslenskunámskeið eru hafin hjá Farskólanum. Á Sauðárkróki eru tvö námskeið farin af stað; annars vegar byrjendahópur og hins vegar framhaldshópur. Leiðbeinendur eru: Sara Níelsdóttir og Davíð Jóhannesson. Á Blönduósi er hópur einnig farinn af stað og er það framhaldshópur. Leiðbeinandi er: Lee Ann Maginnis.
Á Hvammstanga eru góðar líkur á að eitt til tvö námskeið hefjist fljótlega og standa skráningar yfir.
Mikill áhugi er á íslenskunámi á Norðurlandi vestra þessi misserin. Í upphafi árs var gert ráð fyrir 6 námskeiðum og sótt um styrk til Rannís vegna þeirra. Öll voru þau haldin á vorönn 2021. Nú í haust var ákveðið að bregðast við góðri eftirspurn og taka við nýjum hópum í íslenskunám með von um áframhaldandi styrk frá Rannís vegna haustannar.
Verkefnastjóri íslenskunámskeiða hjá Farskólanum er Jóhann Ingólfsson.