Náms- og starfsráðgjöf fyrir starfsfólk HSN – Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og HVE – Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
Hvar og hvenær: Á vor- og haustönn 2022
Lýsing: Ríkismennt og Farskólinn hafa tekið höndum saman, að frumkvæði stjórnar Ríkismenntar, og bjóða starfsfólki HSN á Blönduósi og Sauðárkróki og HVE á Hvammstanga upp á náms- og starfsráðgjöf. Ráðgjöfin kostar ekkert annað en tíma viðkomandi.
Starfsmenn sem eru í Öldunni og Samstöðu ganga fyrir í verkefninu.
Náms- og starfsráðgjafi veitir starfsfólki ráð vegna náms- eða starfsvals. Hann aðstoðar einstaklinga við að takast á við ýmis verkefni sem tengjast bæði starfi og námi og hann veitir upplýsingar sem leitað er eftir. Meginmarkið náms- og starfsráðgjafa er að stuðla að velferð einstaklinga.
Í dag eru gerðar kröfur um að starfsmenn búi yfir góðri og fjölbreyttri kunnáttu. Því skiptir máli að hver einstaklingur leiti leiða til að bæta við sig þekkingu og auka færni sína. Þannig styrkir hann stöðu sína í starfi og á vinnumarkaði. Það eykur ánægju og styrkir sjálfsmyndina að fást við það sem hver og einn hefur áhuga á.
Náms- og starfsráðgjafar:
Aðalheiður Reynisdóttir. Aðalheiður er með sjúkraliða- og iðjuþjálfamenntun, auk þess að vera framhaldsskólakennari og náms- og starfsráðgjafi. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna með fólki; bæði innan skólakerfisins og eins innan HSN.
Sigrún Þórisdóttir. Sigrún er grunnskólakennari með sérkennslu sem sérgrein auk þess að vera menntaður náms- og starfsráðgjafi. Sigrún hefur mikla reynslu í að taka viðtöl við einstaklinga.