Námsvísir Farskólans er kominn inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra. Í blaðinu er lögð megináhersla á námstilboð fyrir fullorðna, sem ekki hafa lokið framhaldsskóla. Auk þess sem athygli er vakin á náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimati.
Námskeið fyrir stéttarfélögin og fleiri eru einnig auglýst og kennir þar ýmissa grasa.
Þrátt fyrir að í námsvísinum megi finna ákveðin námstilboð þá vill Farskólinn gjarnan heyra í íbúum á Norðurlandi vestra varðandi nýjar fræðsluhugmyndir. Við leggjum okkur fram um að taka vel á móti þeim.
Blaðið mun verða sett á heimasíðuna eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Hér til hægri má lesa viðtal við Pétur Erlingsson, en hann stundaði nám í Grunnmennt, sem er ein af vottuðum námsleiðum FA. Grunnmennt er einmitt að hefjast núna í lok september hjá Farskólanum.