Stuttar fréttir af vorönn 2024

Nokkur orð um vorönnina í Farskólanum – Farskólinn lokar í júlí

Námskeiðssókn var góð á vorönn 2024. Fimm vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins voru kenndar. Þær voru: Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, Grunnmennt, Ferðaþjónusta 1 (tvö námskeið) og Uppleið eða HAM, hugræn atferlismeðfeð.

Auk þess voru margir fyrirlestrar haldnir í samstarfi við stéttarfélög og fjöldi námskeiða fyrir starfsfólk HSN – heilbrigðisstofnun Norðurlands og sveitarfélagið Skagafjörð.

Í vor voru fræðsluþarfir starfsmanna sveitarfélaga í Húnavatnssýslum kannaðar og  verður fræðsluáætlun klár í september fyrir starfsfólk þeirra.

Á heimasíðu Farskólans má sjá hluta þeirra námskeiða sem verða haldin næsta haust.

Skrifstofur Farskólans eru lokaðar fram yfir verslunarmannahelgi.

Námsmeyjar á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú vorið 2024