Starfsmenn Farskólans hafa lokið svokallaðri Markviss þjálfun. Markviss er aðferðafræði þar sem megináhersla er lögð á að stjórnendur og aðrir starfsmenn vinni saman að þeirri uppbyggingu sem þörf er á innan fyrirtækis eða stofnunar. Markviss er nokkurs konar verkfærakista sem býður upp á einföld tæki og tól sem fyrirtæki geta notað og sniðið að eigin þörfum.
Markviss aðferðafræðin er meðal annars notuð þegar farið er í verkefni sem kallast ,,Fræðslustjóra að láni“. Starfsmenn Farskólans veita nánari upplýsingar um ,,Markviss“ og ,,Fræðslustjóra að láni“ í síma 455-6010.