Fótheilsa er lýðheilsa

Í þessum fyrirlestri verður farið yfir allt það helsta sem skiptir máli ef þú ert að vinna á fótunum á hörðu undirlagi og/eða ganga / hlaupa á hörðu undirlagi. 

Lýður fer yfir helstu vandamál í stoðkerfinu sem geta komið upp við mikið álag, hverjar eru helstu orsakir þessara vandamála og hvaða lausnir eru í boði. 

  • Vinnuskór, gönguskór, hlaupaskór og inniskór 
  • Stuðningshlífar, þrýstisokkar og aðrir heilsusokkar 
  • Sérsmíðuð, hálfstöðluð og stöðluð innlegg 
  • Hvaða fótavörur eru í boði fyrir hin ólíku vandamál í stoðkerfinu.  
  • Hvernig skekkjur í hælum hafa áhrif á allt Stoðkerfið 
  • Hvernig mislengd ganglima hefur áhrif á allt stoðkerfið 
  • Hvað getur orsakað verki í hnjám, mjöðmum og baki. 
  • Hvernig myndast tábergssig, ilsig, útvöxtur beina, hælspori, hásinabólga o.fl. 
  • Berfootskór og sokkar, hvar og hvenær 

Leiðbeinandi:

Lýður B. Skarphéðinsson er sérfræðingur í göngugreiningum, Footbalance sérfræðingur og eigandi Göngugreiningar Lágmúla 4. Lýður hefur unnið við göngugreiningar í 25 ár og á þeim tíma tekið á móti 75.000 íslendingum í göngugreiningu. 

Hvar og hvenær: 

3. mars Hvammstangi 17:00-19:00

5. mars Blönduós/Skagaströnd 17:00-19:00

7.mars Sauðárkrókur 17:00-19:00

Verð: 12.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi