HSN – Sjónræn stjórnun – Töflur og skipulag

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Á þessu námskeigði verður farið yfir grunnhugmyndafræði á töflum, afhverju eru þær notaðar, hvernig er best að setja þær upp og halda töflufundi. Áhersla á árangursmælikvarðatöflur og verkefna/umbóta töflur. Bæði verður farið yfir töflur sem eru í raunheimum en líka rafrænar.  

Mikið er lagt upp úr því að fara yfir grunnhugmyndafræðina svo að þáttakendur námskeiðis geti sjálfir útbúið sína eigin töflur eftir þeirra þörfum. Að lokum verður snert á hvernig er hægt að nota 5s hugmyndafræðina til þess að skipuleggja betur vinnusvæði og rafrænt umhverfi. 

Leiðbeinandi: Viktoría Jensdóttir starfar sem forstöðumaður verkefna og stefnumótunar á framleiðslusviði Össurar. Hún hefur starfað að stöðugum umbótum (lean) í yfir 15 ár í mismunandi iðnuðum m.a. hjá Alcoa, Össuri, Símanum og Landspítalanum. Ásamt því hefur hún kennt stöðugar umbætur hjá Háskóla Íslands og Opna háskólanum. 

Hvar og hvenær:

03. okt – 14:00-16:00 – Vefnámskeið