Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).
Eitt af markmiðum grænu skrefanna er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengunar af völdum samgangna og því er lagt til að starfsfólk sem notar bíl mikið vegna vinnu sinnar hafi farið á vistaksturnámskeið. Þetta námskeið er tilvalið til að uppfylla grænu skrefin þegar kemur að vistakstri.
Á þessi netnámskeiði sem tekur um klukkustund er fjallað um ýmis atriði er snerta aksturslag ökumanna, hvort sem þeir eru í almennum akstri eða forgangsakstri. Einnig er farið yfir atriði er varða mismunandi tegundir orkugjafa og áhrif þess á umhverfið og hvernig við sem ökumenn getum minnkað þau áhrif.
Tilgangur námskeiðs er að fræða ökumenn og fá þá til þess að hugsa meira út í aksturslag sitt og hvernig þeir aka auk þess að stuðla að bættri umferðarmenningu, minni eyðslu og minni umferðarhávaða sem er jákvæð hliðarverkun á vistakstri.
Leiðbeinandi: Ekill ökuskóli
Hvar og hvenær: Netnámskeið, óháð tíma.
Markhópur: Allir sem hafa aðgang að bifreiðum HSN