Gagnlegt námskeið fyrir foreldra um fjárhagslegt uppeldi 7-18 ára barna.
Slæmir siðir og freistingar dynja á börnunum okkar úr öllum áttum. Því er mikilvægt að grípa snemma inn í og temja þeim heilbrigt viðhorf til fjármuna sinna og annarra. Á námskeiðinu er farið yfir það sem mikilvægast er að börn tileinki sér og hvernig þau geta, með aðstoð foreldra sinna, sett sér spennandi fjárhagsleg markmið.
Sérstök áhersla verður lögð á hvernig foreldrar geta rætt þessi mál við börnin sín með sem skilvirkustum hætti og hvernig samskiptin breytast eftir því sem börnin eldast.
Leiðbeinandi :
Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans.
Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.
Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.
Hvar og hvenær: 8.apríl – vefnámskeið 17:00-19:00
Lengd: 2.klst.