Markmið námsins er að auka tæknifærni námsmanna, sem og að efla hæfni þeirra og trú á eigin getu til að takast á við breytingar og tækniframfarir í atvinnulífinu. Að loknu námi hafa námsmenn aukið færni og þekkingu í upplýsingatækni og tölvunotkun, og þannig styrkt stöðu sína á vinnumarkaði til framtíðar.
Námið samanstendur af sex áföngum:
- Fjarvinna og fjarnám
- Sjálfvirkni og gervigreind
- Skýjalausnir
- Stýrikerfi
- Tæknilæsi og tölvufærni
Leiðbeinandi: Snæbjörn Sigurðarson, en hann hefur ríflega 20 ára reynslu af tæknikennslu
Hvar og hvenær: Námið er 45 klukkustundir og hefst 24. febrúar. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum til 8. maí.
Verð: 19.000 kr (innan markhóps framhaldsfræðslunnar)
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi