Samkvæmt stofnskrá Farskólans sitja í stjórn fulltrúar frá stéttarfélögum, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Hólaskóla, sveitarfélögum og fyrirtækjum og stofnunum.
Á aðalfundi Farskólans þann 7. júní síðastliðinn var kjörin ný stjórn til næstu tveggja ára. Í stjórn Farskólans sitja. Guðmundur Finnbogason frá Samstöðu, fyrir hönd stéttarfélaga, Hólmfríður Sveinsdóttir fyrir hönd Háskólans á Hólum, Ingileif Oddsdóttir fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Kristófer Már Maronsson fyrir hönd sveitarfélaga (Skagafjörður) og Kristrún Snjólfsdóttir fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (fyrirtæki).
Farskólinn býður nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.