Heimagerðir ferskostar – Ricotta og Halloumi

Ferskostar eru eitthvað sem auðvelt er að gera í eldhúsinu heima hjá sér. Ferskostar er tegund af ostum sem þurfa ekki langan tíma til að verkast og því gaman að búa til sinn eigin ost. 

Á námskeiðinu munu þátttakendur gera sína eigin útfærslu á þekktum ferskostum, Ricotta og Halloumi sem eru mjög ólíkir ostar. Ricotta er ferskostur sem er léttur í sér og notaður t.d. á pizzuna, salatið og brauðið svo eitthvað sé nefnt. Halloumi er frekar þéttur í sér og er því skemmtilegur á grillið.  

Þátttakendur taka með sér afrakstur námskeiðsins heim 

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Hvar og hvenær: 

20.apríl 9:00-13:00 Hvammstangi
21.apríl 9:00-13:00 Blönduósi
21.apríl 14:00-18:00 Skagaströnd
23.apríl 17:00-21:00 Sauðárkrókur

Verð: 24.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.