HSN – Mikilvægi hreinlætis við meðhöndlun matvæla

Þetta námskeið er ætlað starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Á námskeiðinu er fjallað um mikilvægi hreinlætis við meðhöndlun matvæla frá framleiðanda til framreiðslu, hitastigsmælingar, þrif og hreinlæti starfsfólks. Sérstaklega er hugað að meðhöndlun matvæla fyrir viðkvæma hópa s.s. sjúklinga og eldra fólks sem býr á hjúkrunarheimilum.

Mikilvægi þess að kælikeðjan haldist órofin, að heitur matur sé heitur og upphitun sé nægileg til að hindra örveruvöxt sem getur valdið veikindum hjá neytendum.

Áhersla er lögð á hvað bera að hafa í huga þegar matur er fluttur frá eldhúsi á deildir og framreiðslu á deildum til íbúa á hjúkrunarheimilum.

Leiðbeinandi: Marína Sigurgeirsdóttir

Hvar og hvenær:

Sauðárkrókur 8. mars – kl. 14-16

Blönduós – 12. apríl – kl. 14-16