Persónuleg fjármál – Vefnámskeið

Rætt verður um ýmsar hliðar persónulegra fjármála, frá skuldum og eignum að daglegum útgjöldum og undirbúningi fyrir kostnaðarsöm tímabil á lífsleiðinni.

Sérstök áhersla verður lögð á færni við að haga fjármálum eftir aðstæðum hverju sinni, bregðast við breytingum og fylgjast með þróun í efnahagslífinu. Gefnar verða gagnlegar ábendingar varðandi lántöku, sparnað og uppbyggingu lífeyris svo eitthvað sé nefnt.

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

– Hvernig næ ég bestum árangri í bæði skammtíma- og langtímasparnaði?

– Hvernig veit ég hvaða lánsform hentar mér best?

– Hvaða áhrif hafa breytingar í efnahagslífinu á fjármálin mín?

– Hvernig get ég best varið mig fyrir verðbólgu og háum vöxtum?

– Get ég bætt stöðu mína á efri árum?

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri sem vill ná betri tökum á fjármálum sínum.

Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur munu sjálfir geta gert áætlanir um heimilisfjármálin, hagað þeim eftir aðstæðum og freistað þessa að bæta fjárhagsstöðu sína.

Leiðbeinandi :

Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans.

Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.

Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.

Hvar og hvenær: 9.október – 17:00-19:00

Lengd: 2.klst.

Verð: 19.900 kr*

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi