Lýsing: Hver þátttakandi fær sitthvort stykkið og úrbeinar undir leiðsögn. Sýndar verða mismunandi leiðir á frágangi afurða sem þátttakendur taka með sér af námskeiðinu.
Hvar og hvenær:
1.desember – 13:00-18:00. Í vörusmiðju BioPol á Skagaströnd
Fjöldi: 6 þátttakendur
Fullt verð: 31.900 kr. * (Kindaskrokkur innifalinn)
Verð á námskeiði: 23.000 (Stéttarfélög greiða)
Verð á hráefni: 8.900 (Þátttakendur greiða sjálfir)
Leiðbeinandi: Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn en þátttakendur greiða sjálfir hráefni. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi