Áleggsgerð

Farið verður yfir framleiðslu á mismunandi áleggstegundum sem henta á morgunverðarborðið eða fyrir hádegisbrunchinn. Þátttakendur gera nokkrar tegundir af áleggi, auk þess sem sýnikennsla verður á öðrum áleggstegundum. Þátttakendur hafa afurðir eigin vinnu með sér heim að námskeiði loknu
ATH: Á myndinni hér til hliðar má sjá afurðir síðasta námskeiðs sem hver þátttakandi tók með sér heim.

Hvar og hvenær: 23.nóvember 9:00-17:00. í Vörusmiðjunni á Skagaströnd

Fjöldi: 6 þátttakendur

Lengd: 8 klst

Verð: 27.900.* (Ath. Þátttakendur hafa afurðir eigin vinnu með sér heim að námskeiði loknu)

Leiðbeinandi: Sigfríður Halldórsdóttir, kjötiðnaðarmaður

ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi