Aðalfundur Farskólans var haldinn 7. júní 2023 í húsnæði Farskólans við Faxatorg
Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn til næstu tveggja ára.
Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn til næstu tveggja ára.
Forstöðumenn fræðslu- og símenntunarmiðstöðva halda vorfund sinn á Egilsstöðum. Stöðvarnar eru ellefu og mynda þétt net hringinn í kringum landið.
Hjá Farskólanum er nýlokið námskeiði í skyndihjálp fyrir bændur. Íslenska 1 er farin af stað á Sauðárkróki og skráningar standa yfir á fleiri íslenskunámskeið um Norðurland vestra.
Hjá Farskólanum er fjöldi skemmtilegra námskeiða framundan, bæði á vegum stéttarfélaga og tengd matarhandverki. Í mars ætlar Farskólinn að fara af stað með ákaflega spennandi Kvikmynda og ljósmyndasmiðju sem kennd verður í fjórum helgarlotum. Öll þessi námskeið eru öllum opin og laus sæti á þau flest.
Skráningar standa yfir á íslenskunámskeið vorannar 2023. Komið og verið með okkur og lærið töfra íslenskunnar. Registrations are open for the Icelandic course of spring 2023. Come and join us and learn the magic of the Icelandic language
Farskólinn uppfyllir viðmið EQM+ um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Viðurkenningin gildir í þrjú ár.
Farskólinn er aðili að Símennt - samtökum fræðslu og símenntunarmiðstöðva á Íslandi. Formaður Símenntar kynnti fyrir ráðherranefnd um íslenska tungu hugmyndir Símenntar um tækifæri og leiðir til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga. Opnið fréttina.
Þann 19. desember lauk frábæru raunfærnimatsverkefni hjá Farskólanum. Sjö starfsmenn sundlauga og íþróttahúsa í Skagafirði luku raunfærnimati á móti námskránum ,,Sundlaugarvörður" og ,,starfsmaður í íþróttahúsi". Námskrárnar eru hvor um sig 200 klst að lengd og ígildi 10 framhaldsskólaeininga.
Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.
Í dag fagnar Farskólinn 30 ára afmæli. Á þessum degi eða 9. desember árið 1992 var stofnfundur Farskólans haldinn á Sauðárkróki.