Íslenskunámskeiðum vorannar lokið hjá Farskólanum
Haustið 2021 sótti Farskólinn um styrk til Rannís, til að kenna sex íslenskunámskeið árið 2022. Á vorönn var gerður samningur um fjármögnun námskeiða milli Rannís, fyrir hönd félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Farskólans. Í samningi er gert ráð fyrir sex námskeiðum með 60 þátttakendum árið 2022.