Háskólabrú á Sauðárkróki
Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki og hvetjum við alla sem hafa hug á frekara námi að mæta. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.
Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki og hvetjum við alla sem hafa hug á frekara námi að mæta. Kynningin byrjar kl. 17.00 og eru allir velkomnir.
Farskólinn óskar eftir metnaðarfullum verkefnastjóra til starfa í fjölbreytt og áhugaverð verkefni á Norðurlandi vestra.
Starfsfólk skólanna hittist árlega á sameiginlegum fundi.
Stjórnarfundur í Farskólanum. Námskeið í matarhandverki ganga vel. Skráningar standa yfir í íslensku fyrir fólk ef erlendu bergi brotið og önnur námskeið eins og fyrir Fjölmennt.
Fyrstu námskeiðin fyrir þá sem eru orðnir sextugir í tölvulæsi á snjalltæki eru hafin á Blönduósi og Hvammstanga og ganga vel.
Þá er fyrsta námskeiði vetrarins lokið:) Námskeið í ostagerð sem fram fór helgina 3-4.september og ansi hreint glaðleg andlit í lok námskeiðs. Allir þátttakendur fóru heim með salatost, havarti, hvítmygluost, mysukaramellu, mysubrjóstsykur, ricotta og ostakúlur. Svo fengu þau í nesti gerla og hleypi til að æfa sig áfram heima.
Nú fimmta haustið í röð þá bjóðum við í frábæru samstarfi við Vörusmiðjuna á Skagaströnd og SSNV uppá okkar vinsælu og sérstaklega skemmtilegu námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á matarhandverki. Framboðið hefur aldrei verið meira og að þessu sinni eru tuttugu námskeið á dagskrá. Hlökkum til að sjá ykkur í vetur. Starfsfólk Farskólans
Farskólinn leitar að náms- og starfsráðgjafa til að sinna skemmtilegum en krefjandi verkefnum í fullorðins- og framhaldsfræðslu á Norðurlandi vestra.
Haustið 2021 sótti Farskólinn um styrk til Rannís, til að kenna sex íslenskunámskeið árið 2022. Á vorönn var gerður samningur um fjármögnun námskeiða milli Rannís, fyrir hönd félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Farskólans. Í samningi er gert ráð fyrir sex námskeiðum með 60 þátttakendum árið 2022.